Umritaður hringur
Hægt? Hvernig?
Á myndinni er hringur umritaður um þríhyrning. Tvær spurningar gætu vakið forvitni:
(a) hvernig er hægt að teikna svona hring?
(b) er alltaf hægt að teikna svona hring, sama hvernig þríhyrningurinn er?
Ein leið inn í þetta verkefni er að spyrja: hvaða skilyrði hlýtur miðpunktur hringsins að uppfylla? Ef þið finnið svar við því fáið þið leið til þess að framkvæma teikninguna.