Yfirborðsflatarmál ferstrendings - verkefni
Nú skaltu búa til ferstrending sem hefur lengdina = 4 cm, breiddina = 5 cm og hæðina = 3 cm
Spurning 1
Hve margir ferningar eru í 1 bleikum fleti? Hve margir ferningar eru í 1 gulum fleti? Hve margir ferningar eru í 1 hvítum fleti?
spurning 2
Notaðu svarið þitt við spurningu 1 til að skoða hvert er flatarmál allra flatanna samanlagt = yfirborðsflatarmál ferstrendingsins. Hvað þarf marga ferninga til að þekja allt yfirborðið?
Næst skaltu búa til ferstrending sem hefur lengdina =8 cm, breiddina = 3 cm, and hæðina = 5 cm.
Spurning 3
Hve margir ferningar eru í 1 bleikum fleti? Hve margir ferningar eru í 1 gulum fleti? Hve margir ferningar eru í 1 hvítum fleti?
Spurning 4
Notaðu svarið þitt við spurningu 3 til að skoða hvert er flatarmál allra flatanna samanlagt = yfirborðsflatarmál ferstrendingsins. Hvað þarf marga ferninga til að þekja allt yfirborðið?
spurning 5
Lýstu því með eigin orðum hvernig finna má yfirborðsflatarmál ferstrendinga.
Spurning 6
Settu saman formúlu fyrir yfirborðsflatarmál ferstrendings með því að nýta þér formúlu fyrir flatarmál hvers flatar fyrir sig.