Búðu til GeoGebra bók

Opnaðu GeoGebra bókarritilinn

  1. Skráðu þig inn á GeoGebra aðganginn þinn. Athugaðu: Ef þú ert ekki með GeoGebra aðgang, skaltu skrá þig hér.
  2. Smelltu á  BÚA TIL (CREATE) hnapp og veldu bók (Book) til að opna bókarritilinn.

Búa til titilsíðu

Veldu flipann fyrir Titilsíðu (Title Page) í bókar-ritlinum til að skrá grunnupplýsingar og leitarupplýsingar fyrir GeoGebra bókina. Leitargögnin eru hjálpleg fyrir þau sem tilheyra samfélagi notenda GeoGebra.
  • Titill (Title) Settu inn titil bókarinnar.
  • Tungumál (Language) Veldu það tungumál sem þú notar í meginmáli bókarinnar
  • Lýsing (Description) Bættu við lýsingu á bókinni (valkvætt). Lýsingin gerir öðrum notendum auðveldara fyrir við að ákveða hvort þessi bók henti þeim.
  • Markhópur (Aldur) {Target Group (Age)} Merktu á stikuna það aldursbil sem þessi GeoGebru bók gæti hentað.
  • Leitarorð (Tags) Bættu við leitarorðum sem lýsa vel því sem fyrir kemur í þessari GeoGebru bók. Athugaðu: Þegar þú gefur út námsefni, opnast gluggi sem aðstoðar þig við að velja leitarorð sem eru lýsandi fyrir þína bók.
  • Sýnileiki (Visibility) Þú getur ákveðið sýnileika þinnar GeoGebru bókar og tiltekið hvaða notendur munu geta nálgast námsefnið í henni. Eftirfarandi möguleikar eru í boði:
    • Deila með hlekk (Shared with Link): Einungis þau sem fá hlekk á þessa bók geta nýtt sér hana. Athugaðu að með þessum valmöguleika birtist bókin ekki í leitarniðurstöðum hjá neinum öðrum en þér.
    • Lokuð fyrir öðrum en mér (Private): Enginn getur skoðað bókina eða leitað að henni nema þú.
    • Opin fyrir aðra til notkunar (Public): Allir geta leitað að og skoðað bókina.
    • Athugaðu: Til að stilla á opið fyrir aðra (Public) þarf að skoða hvernig á að [/b]Þegar þú gefa út námsefni í þessari leiðbeiningabók.
Þegar bókin er tilbúin getur þú valið Vista og byrjað að bæta við innihaldi í bókina. Þú getur breytt leitarupplýsingunum hvenær sem er á titilsíðu-flipanum (merkt Title Page í bókar-ritlinum). Athugið: Með því að útbúa GeoGebru bók samþykkir þú að gefa út námsefnið samkvæmt reglum um leyfi Creative Commons: Attribution Share Alike.

Add content to your Book

Add content to your Book
Eftir að þú vistar titilsíðu bókarinnar þá opnar bókar-ritillinn flipa fyrir innihald bókarinnar (Content). Í þessu yfirliti getur þú:
  • bætt við vinnublöðum (Activities)
  • útbúið ný vinnublöð sem bætast í bókina (Activities)
  • raðað innihaldi bókarinnar og skipt henni í kafla

Bæta við kafla

Settu upp bókina með því að útbúa kafla (valkvætt). Nýr kafli (New Chapter): Skráðu nafn kaflans og bættu við lýsingu á honum (valkvætt) í gluggann sem birtist. Mundu að smella á Vista (Save). Fyrirliggjandi kafli (Existing Chapter): Hér getur þú annað hvort afritað kafla úr annarri bók sem þú átt eða leitað að útgefnum bókarkafla frá öðum notanda og sneitt þann kafla inn í þína bók.
  1. Í glugganum sem opnast skaltu leita að bók (þinni eigin eða annarra) sem þú vilt afrita úr kafla.
  2. Þegar þú finnur bókina sem þú leitar að skaltu velja Skoða innihald (View Content) til að sýna yfirlit kaflanna í þeirri bók.
  3. Veldu þá kafla (einn eða fleiri) sem þú vilt afrita úr bókinni.
  4. Smelltu á Flytja inn (Import) til að bæta kaflanum/köflunum í bókina þína.
Athugaðu:
  • Allir kaflar sem þú bætir í GeoGebra bókina sjást í yfirlitinu yfir innihald (chapters overview).
  • Breyttu nafni og/eða lýsingu kaflans sem þú fluttir inn með því að smella á blýants-táknið sem birtist hjá nafni kaflans.
  • Dragðu til og slepptu köflum til að breyta röð þeirra.
  • Eyddu kafla úr bókinni með því að velja ruslatunnu-táknið .

Bæta við vinnublaði

Veldu að bæta við vinnublaði (Add Activity). Ef þú ert nú þegar búin/nn/ð að búa til kafla, skaltu velja þann kafla sem þú vilt bæta vinnublaðinu í. Veldu síðan milli eftirfarandi möguleika
  • Nýtt vinnublað (New Activity): Búðu til nýtt vinnublað (Dynamic Activity) sem getur innihaldið texta, myndir, mydbönd, GeoGebra smáforrit og fleira. Í stillingum þessa vinnublaðs geturðu bætt við leitarupplýsingum. Atugaðu: Vinnublaðið mun birtast í yfirliti yfir vinnublöð sem tilheyra bókinni. Þú getur breytt nafni og/eða lýsingu vinnublaðsins hvenær sem er með því að smella á blýants-táknið við hlið nafnsins á vinnublaðinu.
  • Fyrirliggjandi vinnublað: Leitaðu að vinnublaði úr fórum þínum og annarra. Ákveddu hvaða vinnublaði þú vilt bæta við og smelltu á Bæta við (Add) hægra megin við nafn þess vinnublaðs sem þú vilt velja. Athugaðu: Þú getur líka skráð slóð þess vinnublaðs sem þú vilt nota til að finna það hratt og örugglega.
Athugaðu:
  • Öll vinnublöð sem þú bætir við munu birtast í yfirliti bókarinnar eða yfirliti viðkomandi kafla.
  • Breyta má vinnublöðum hvenær sem er með því að smella á blýants-táknið  við hlið nafns viðkomandi vinnublaðs
  • Breyta má röð vinnublaðanna innan bæði bókar og kafla með því að draga og sleppa.
  • Mögulegt er að eyða vinnublaði út úr bókinni með því að smella á ruslatunnu-táknið  við hlið nafns viðkomandi vinnublaðs.

Skoða bók (View Book)

Þú getur skoðað hvernig bókin lítur út fyrir notendur. Athugaðu: Notaðu blýants-táknið til að komast aftur í bókar-ritilinn.