Breytum lit, stærð og stíl
Auðvelt er að breyta lit, stærð og stíl hlutar sem teiknaður er með því að nota Útlitsstiku hnappinn.
Athugið: Það fer eftir því hvaða Verkfæri eða hlutur er valinn, hvað Útlitsstikan býður upp á til að breyta útliti þess sem unnið er með.
Prófaðu nú...
Verkefni
1. | | Veldu músarbendils-verkfærið Færa til að velja þríhyrninginn. |
2. | | Opnaðu Útlitsstikuna með því að smella á Útlitsstiku hnappinn efst í hægra horninu. |
3. | | Breyttu lit þríhyrningsins |
4. | | Veldu punktinn D. |
5. | Notaðu Útlitsstikuna til að velja aðra gerð af tákni fyrir punktinn D. Þú getur líka prófað að breyta stærð punktsins D með því að nota rennistikuna. | |
6. | Veldu línustrikið | |
7. | Notaðu Útlitsstikuna til að breyta stílnum á strikinu. Þú getur líka prófað að breyta þykkt línustriksins með því að nota rennistikuna. |
Ábending
GeoGebra Manual á ensku gefur frekari upplýsingar um útlitsstikuna en hún heitir á ensku Style Bar.