Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

Hornasumma þríhyrninga

Teiknaðu þríhyrning með verkfærinu marghyningur og mældu svo horn hans með verkfærinu horn

Spurning 1

Hver er hornasumma þríhyrningsins?

Spurning 2

Hreyfðu punktana og línurnar að vild. Hver er hornasumma þríhyrningsins núna?

Spurning 3

Notaðu verkfærið hornrétt lína til þess að búa til línu í gegn um þríhyrninginn og búa þannig til tvo minni þríhyrninga. Til þess að gera það þarf þú að velja verkfærið og ýta á eitthvað horn og hlið sem er mótlæg horninu (þú þarft líka að setja punkt þar sem línan sker mótlægu hliðina). Finndu hornasummu beggja þríhyrningana með verkfærinu horn. Er hornasumma þeirra sú sama og áður en þú skiptir þríhyrningnum?

Spurning 4

Skrifaðu yfirlýsingu um hornasummu þríhyrninga sem byggist á því sem þú fannst út í fyrstu þremur spurningunum.