Að mæla horn
Hugtök
Horn: sammengi tveggja hálflína með sameiginlegum upphafspunkti; stærð hornsins er
mælitala hringboga milli hálflínanna.
Gráða: mælieining, tákn °
Rétt horn: horn sem mælist 90°
Hvasst horn: horn sem er minna en 90°
Gleitt horn: horn sem er stærra en 90° en minna en 180°
Hvernig á að mæla hornastærð?
Notkun gráðuboga - Að lesa úr gráðuboga
Hvernig á að mæla horn með gráðuboga?
Færðu til rauða punktinn til að breyta horninu og þar með hornastærðinni hér fyrir ofan.
Til að mæla stærð horns með gráðuboga, þá er gráðuboginn lagður þannig að:
- miðja gráðubogans sé í oddpunkti hornsins.
- annar armur hornsins liggi í gegnum 0 á gráðuboganum.
- hinn armur hornsins skeri gráðubogann í einhverjum punkti.
Hvað er gráðubogi?
Til að mæla stærð horns með gráðuboga þarf:
Notkun gráðuboga - Að mæla gefið horn
Nýtt horn?
Til að fá nýtt horn í smáforritið hér að ofan þarf að endurræsa vinnublaðið.
ATH! Þá hverfa svör þín við spurningunum.
Ps. örin sem liggur í hring endurræsir vinnublaðið.
Hún er uppi í vinstra horninu á vefsíðunni við hliðina á vefsíðuleni.