3. Glósur

3. Hornaföll sem myndast við snúning

Horn ákvarðast af tveimur línum sem liggja út frá sama punkti. Hægt er að hugsa sér að önnur línan myndi hornið, með því að snúast um punktinn. Tvær snúningsstefnur: rangsælis (jákvæður snúningur) og réttsælis (neikvæður snúningur). Horn geta verið neikvæð og meira en 360°.