Deila námsefni með öðrum

Deila námsefni með öðrum

Ef vinnublað eða bók er opin þá geturðu smellt á punktana þrjá efst í hægra horninu og fundið þar deili-táknið . Við það að smella á þetta tákn þá opnast gluggi og þar er hægt að velja úr eftirfarandi möguleikum:
  • Fá hlekk til að deila.
  • Veldu eða búðu til hóp sem þú vilt deila þesari bók með.
  • Deildu gegnum önnur verkfæri (OneNote, Google Classroom).
  • Deildu á GeoGebra síðuna þína með skýringum.

Hlekkur til að deila

Þennan hlekk geta öll notað til að opna það vinnublað eða bók sem þú vilt deila. Ef þú vilt, þá er mögulegt að leyfa öðrum að breyta og aðlaga það sem þú býrð til.

Dieldu með hópi

Búðu til nýjan hóp (New Group) eða veldu hóp sem er nú þegar tilbúinn (Existing Group) og þú vilt deila þínu námsefni með. Með því að smella á deili-hnappinn (Share) og velja hóp þá geturðu sett inn færslu í þann hóp með hlekk á námsefnið. Til eru leiðbeiningar á ensku (GeoGebra Groups tutorial ) um hópa.

Deila gegnum önnur verkfæri

Hnappar sem hægt er að velja um:

  • Toolbar Image Google Classroom: Ef þú notar Google Classroom þá geturðu tengt inn í það.
  • Toolbar Image OneNote: Ef þú notar OneNote þá færðu hlekk til að tengja inn í það.

Deildu á þína GeoGebru síðu

Prófaðu að deila á GeoGebra síðuna þína (Timeline). Auk hlekks á námsefnið geturðu bætt við lýsingu ef vill. Aðrir notendur sem fylgjast með þínum uppfærslum fá tilkynningu á Fréttaveituna sína (Newsfeed).

Deila námsefni með réttindum til breytinga

til að vinna saman við að útbúa námsefni og bækur þá er sniðugt að deila því með réttindum til breytinga. Opnaðu síðu um nákvæmar stillingar (Details) og veldu stillingar á aðgengi (Access Settings). Þar er líka hægt að breyta sýnileika og fá skoðunar-hlekk. Til að veita öðrum réttindi til að breyta námsefninu þarf að velja hnapp merktan (Editing link) og fá þannig hlekk sem hægt er að deila með þeim sem vilja breyta. Annar möguleiki er að bæta einum eða fleiri notendum við sem þú þekkir notendanöfnin eða netföngin (sem þau hafa tengt við sinn GeoGebra aðgang) og velja síðan Bæta við notendum ( Add users). Síðan velur þú í hlutverk þeirra eftir því hversu mikil réttindi þú vilt að þau fái Eigandi, Getur breytt, Getur skoðað ( Owner, Can edit or Can view) úr fellivalmyndinni fyrir hvern þann sem þú bætir við. Athugaðu: Ef þú bætir notanda við námsefnið þitt og viðkomandi má breyta eða skoða námsefnið þá mun það sjást á síðu viðkomandi notanda undir Námsefni (RESOURCES) en hjá þér mun það birtast undir Mitt námsefni (MINE) Með ruslatunnu-tákninu er auðvelt að breyta réttindum annarra um að breyta námsefni frá þér.