Inngangur
Hvað er vefurinn GeoGebra?
Þú getur nálgast GeoGebra vefinn gegnum www.geogebra.org eða með því að smella á GeoGebra efst til vinstri á þessari síðu.
Vefur GeoGebra nýtist meðal annars til að...
- leita að áhugaverðu GeoGebra námsefni (Verkefni & Bækur) frá höfundum víða um heim.
- hlaða niður GeoGebra Smáforritunum og læra að nota þau með því að nýta leiðbeiningar (tutorials).
- fá aðgang að GeoGebra Smáforritinum á vefnum.
- útbúa þitt eigið GeoGebra námsefni á vefsíðunni og nálgast það á vefnum.
- gefa út og deila námsefninu þínu með öðrum.
- safna og setja upp námsefnið þitt og GeoGebra skjöl gegnum möppur og með því að hlaða upp skjölum gegnum GeoGebra aðganginn þinn.
- fengið fréttir af því sem er efst á baugi varðandi nýjungar fyrir GeoGebra Smáforritin.
Búðu til aðgang til þess að ...
- búa til námsefni (Verkefni, Bækur).
- hlaða upp GeoGebra skrám sem þú vilt hafa aðgengilegar á vefnum.
- safna og setja upp (skipuleggja) námsefnið þitt í möppur.
- finna aðra höfunda námsefnis með því að fylgjast með og fá ábendingu þegar þau setja nýtt efni inn á vefinn..
- velja námsefni annarra höfunda sem uppáhald.
- deila með öðrum og gefa út námsefnið þitt þannig að aðrir sem nýta sér GeoGebra geti notið góðs af.