Hlaða upp GeoGebra skjölum

Hlaða upp GeoGebra skjölum á vefinn

Tveir möguleikar eru til að hlaða upp GeoGebra skjali (.ggb) á síðu GeoGebra:

1. Notaðu GeoGebra aðganginn þinn

Farðu á vefsíðu GeoGebra og skráðu þig inn. Smelltu á BÆTA VIÐ EFNISATRIÐI hnappinn og veldu Hlaða upp (Upload). Leitaðu að þeirri .ggb skrá sem þú vilt hlaða upp. Eftir að Hlaða upp (Upload), þá verður ósjálfrátt til nýtt vinnublað (Activity). Veldu titil og smelltu á Vista & loka (Save & Close) til að vista kvikt vinnublað. Nú getur þú breytt vinnublaðinu ef þú vilt.

2. Notaðu GeoGebra forritið

Notaðu eitthvert af eftirfarandi forritum sem GeoGebra býður upp á: GeoGebra Classic, Graphing Calculator, Geometry, 3D Calculator or CAS Calculator. Smelltu efst í hægra eða vinstra hornið (misjafnt eftir gerð forrits sem þú valdir) til að sjá Valmyndina (Menu) og veldu þar Vista (Save). Þá birtist gluggi. Athuga: Til að geta hlaðið á GeoGebra vefinn þarftu að skrá þig inn gegnum GeoGebra aðganginn (eða skrá þig ef þú ert ekki nú þegar með aðgang) áður en þú hleður upp skrá.
Image
Veldu nafn á skrána. Gakktu úr skugga um að GeoGebra merkið sé valið. Skráðu þann sýnileika sem þú vilt (shared, public...). Veldu síðan VISTA (SAVE) til að vista skrána.