Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Yfirborðsflatarmál réttstrendings

Kynnið ykkur verkfærin í smáforritinu hér fyrir neðan í u.þ.b. 2 mínútur. Eftir að þið hafið kynnt ykkur forritið, svarið þá spurningunum hér fyrir neðan.
Búið til réttstrending með lengdina = 4 einingar, breiddina = 5 einingar og hæðina = 3 einingar.

1.

Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á bleika yfirborðinu? Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á gyllta yfirborðinu? Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á hvíta yfirborðinu? Athugið að réttstrendingurinn hefur tvær bleikar hliðar, tvær gylltar hliðar og tvær hvítar hliðar. Það sést ef þið færið "Búa til net" rennistikuna eða "valmöguleikar" rennistikuna.

2.

Notaðu svörin við spurningu 1 til þess að finna yfirborðsflatarmál réttstrendingsins. Það er, hversu margar fermetra einingar eða fermetrar þekja allt yfirborð þessa réttstrendings?

Búið núna til réttstrending með lengdina = 8 einingar, breiddina = 3 einingar og hæðina = 5 einingar.

3.

Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast ábleika yfirborðinu? Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á gyllta yfirborðinu? Hversu margar fermetra einingar (fermetrar) birtast á hvíta yfirborðinu?

4.

Notaðu svörin við spurningu 3 til þess að finna yfirborðsflatarmál réttstrendingsins.

5.

Útskýrðu hvernig við getum ákveðið yfirborðsflatarmál (hversu margar einingar) þekja allt yfirborð réttstrendingsins.