Gefa út námsefni
Hvernig birta má námsefni á vef GeoGebra
Til að deila og gefa út námsefni á vef GeoGebra geturðu notað Birta (Publish) valmyndina.
Veldu fyrst punktana þrjá efst til hægri
Valmynd og síðan
Birta (Publish).



Áður en þú gefur út námsefni þá biðjum við þig um að bæta við nákvæmari upplýsingum. Þetta geta verið lýsing, í hvaða flokk námsefnis þetta fellur og hvaða tungumál er meginmál þessa námsefnis. Með því að skrá þetta verður auðveldara fyrir aðra þátttakendur í samfélagi GeoGebra að nota þetta námsefni.
Lýsing
Hér getur þú lýst stuttlega hvað námsefnið eða bókin fjallar um.

Námsþáttur (Topic)
Veldu einn eða fleiri námsþátt (topics) sem passa við þetta námsefni úr fellivalmyndinni. Til að finna námsþætti á skjótan hátt þá geturðu notað leitargluggann.

Flokkar (Categories)
Í næsta skrefi geturðu valið flokk til að láta námsefnið þitt falla í. Veldu a.m.k. einn flokk.

Síðast en ekki síst skaltu skrá það tungumál sem notað er í meginmáli þessa námsefnis.
Vistaðu upplýsingarnar með því að velja Birta (Publish) hnappinn.
Nú geta öll sem tilheyra GeoGebra samfélaginu fundið og notað það sem þú bjóst til.
Breyta nákvæm
Ef þú vilt breyta þeim upplýsingum sem þú skráðir um námsefnið, þá er það hægt með því að velja punktana þrjá
og síðan þar undir er upplýsinga-blýants-verkfærið
(Edit Details)



Hvernig get ég breytt sýnileikanum til baka í mína sýn eða deila með hlekk
Með því að opna Stillingu aðgangs (Access Settings) á síðunni sem inniheldur nákvæmar upplýsingar (Details).