Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

Hornapör - verkefni 2

Raðaðu myndunum á rétta staði samkvæmt fyrirmælum

Upplýsingarnar um bæjarverkefnið eru listaðar hér fyrir neðan. Dragið myndirnar fyrir gefnar byggingar og staði á viðeigandi staði. Þið getið auðveldlega einangrað hornin sem þið þurfið með því að fela eða sýna göturnar. (Það eru auka myndir sem þið getið sett hvert sem þið viljið). § Húsið og matvöru búðin eru innri víxlhorn. §  Bensínstöðin og verslunarmiðstöðin eru ytri víxlhorn. §  Matvörubúðin og ráðhúsið eru grannhorn. §  Húsið og garðurinn eru einslæg horn . §  Ráðhúsið og bensínstöðin eru topphorn. §  Matvöru búðin og veitingastaðurinn eru innri víxlhorn. § Garðurinn og rakarastofan eru utanverð frændhorn.
Þegar allar myndir eru komnar á sinn stað skaltu taka skjámynd og setja inn á Google Classroom eða viðeigandi námsvef.
Verkefni fengið af: https://www.geogebra.org/m/bNQYe725 Höfundur: rbwalker15