Sínusregla - 2 þekkt horn og ein mótlæg hlið
Þetta forrit er hugsað til þess að teikna þríhyrning með gefnar 2 hornastærðir A og B og mótlægu hliðina a. Þriðja hornið C og hliðarnar b og c má finna með sínusreglu. Notaðu rennistikurnar til þess að breyta hornastærðunum en dragðu til bláu punktana ef þú vilt lengja eða stytta hliðarlengdirnar. Þú getur svo valið að haka í sýna hliðarlengdirnar b og c til þess að bera saman við útreikningana þína.