Að sameina kosti CAS glugga og Teikniborðs
Hægt er að nýta bæði kosti CAS glugga og Teikniborðs í einu.
Ath: Það veltur á því hvaða gluggi er virkur, hvort verkfærastika Teikniborðs eða CAS glugga sést efst í GeoGebruglugganum.
Leiðbeiningar
1. | ![]() | Sláðu inn línulegu jöfnuna y = 2 x + 1 í fyrsta reit CAS gluggans og ýttu á Enter. |
2. | ![]() | Sýndu jöfnuna sem línu með því að smella á Sýna/Fela teiknið við hlið jöfnunnar. |
3. | ![]() | Smelltu hvar sem er á Teikniborð til að sýna verkfærastiku Teikniborðs. |
4. | ![]() | Veldu verkfærið Færa og dragðu línuna til á Teikniborðinu. Ath: CAS glugginn sýnir ávallt núverandi jöfnu línunnar. |
Prófaðu sjálf/ur...
Leiðbeiningar (framhald)
5. | ![]() | Teikniborð: Virkjaðu verkfærið Nýr punktur. Búðu til punktinn A sem hefur hnitin (2,1). |
6. | ![]() | CAS gluggi: Skrifaðu A í næsta reit til að sýna hnit punktsins A. |
7. | ![]() | Teikniborð: Virkjaðu verkfærið Hornrétt lína. Veldu punktinn A og línuna a til að búa til hornréttu línuna b. |
8. | ![]() | CAS gluggi: Settu b í næsta reit í CAS glugganum og ýttu á Enter. Ath: Jafna hornréttu línunnar sést nú í CAS glugganum. |
9. | ![]() | Teikniborð: Veldu verkfærið Færa í verkfærastiku teikniborðsins og færðu til punktinn A. Ath: Jafna línunnar b breytist í samræmi við færslu punktsins á teikniborðinu. |