Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

Yfirborðsflatarmál Ferstrendinga

1. Breyttu lengd, breidd og hæð ferstrendingsins með því að færa til punktinn á rennistikunni. Hafðu lengdina =6, breiddina=5 og hæðina=4. Einnig er hægt að stjórna fyllingu ferstrendingsins með að færa til rennistikuna þar sem stendur "filling".

2. Færðu til stikuna þar sem stendur "create net". Sjáðu hvað gerist ;) Sérðu úr hvernig formum hver hliðarflötur er?
3. Næst skaltu færa til puntinn á rennistikunni sem merkt er "options". Hvað gerist?
4. Nú skaltu setja saman formúlu fyrir yfirborðsflatarmál ferstrendingsins og reikna svo yfirborðsflatarmálið.

Hvert er yfirborðsflatarmál ferstrendingsins?