Mynd sett inn í textaskjal

Myndir settar í Word skjal

Þegar búið er að flytja út mynd úr GeoGebru sem .png skjal, þá má setja myndina inn í textaskjal (t.d. MS Word, LibreOffice Writer).
  • Opnið textaskjal (nýtt eða annað).
  • Setjið bendilinn þangað sem þið viljið setja myndina.
  • Veljið Insert og Picture og finnið myndina sem þið vistuðuð úr GeoGebru.
Stærð myndar aðlöguð í Word Í MS Word má breyta stærð myndar:
  • Tvísmellið á myndina.
  • Breytið hæð/breidd hægra megin undir Size.
Ábending: Með því að breyta stærð myndar þá skalast hún upp/niður. Ábending: Hafi mynd verið stór í upphafi getur verið að MS Word aðlagi stærðina ósjálfrátt til að hún passi inn í skjalið.

Myndir settar í LibreOffice skjal

  • Opnið nýtt skjal eða skjal sem þið eigið þegar til.
  • Setjið bendilinn þangað sem þið viljið setja myndina.
  • Veljið Insert og Picture og síðan from File til að finna myndina.
Stærð myndar aðlöguð í LibreOffice Writer
  • Tvísmellið á myndina
  • Smellið á Type flipann í Picture samskiptaglugganum.
  • Breytið stærð
  • Smellið á OK.