Flatarmál
Hvernig vex flatarmál rétthyrninga
Í þessu verkefni áttu að skoða hvernig flatarmál fernings breytist ef þú tvöfaldar eða þrefaldar hliðarlengdirnar.
Rauði ferningurinn er grunnformið. Notaðu rauðu rennistikuna til að velja hliðarlengdirnar á honum.
Renndu síðan bláu stikunni til hliðar til þess að tvöfalda eða þrefalda hliðarlengdirnar. Blái ferningurinn er útkoman þegar búið er að stækka hliðarlengdirnar.
Hvað sérðu?
Höfundar: Elísabet Blöndal og Sunneva Fríða Böðvarsdóttir