Skipanir og notkun þeirra
Skipanir
Rita má skipanir í Inntaksreiti Algebrugluggans. Hverri skipun fylgja svigar (eða hornklofar) sem innihalda nauðsynleg viðföng skipunarinnar sem notuð er hverju sinni.
Dæmi: Skipunin
Marghyrningur(A, B, C)
(eða Marghyrningur[A, B, C]
) býr til marghyrning með hornpunktana A, B, og C.
Ábending: Til að fá aðstoð varðandi tiltekna skipun má smella á Hjálp og opna GeoGebra Handbókina. Þar er að finna nákvæma lýsingu á öllum skipunum og verkfærum.Verkefni
Skoðum skipunina Lína
- Skrifaðu Lína(A, B) í Inntaksreit Algebrugluggans og notaðu vendihnapp (Enter) til að búa til línuna a gegnum punktana A and B.
- Hvernig er hægt að gera aðra línu samsíða a gegnum punktinn C? Finndu út úr því!
- Búðu til hring með miðju í A og geisla 2.
- Búðu til hring með miðju í B sem liggur gegnum punktinn C.
- Búðu til hring gegnum punktana A, B, og C.
Prófaðu nú...
Ósjálfráða skipanahjálpin
Þegar ritaðir hafa verið tveir fyrstu stafir einhverrar skipunar í Inntaksreit Algebrugluggans, þá reynir GeoGebra að giska á hvaða skipun þú ætlar að nota og sýnir þér hvað þarf til að fullkomna skipunina með svigum eða hornklofum.
- Ef GeoGebra sýnir það sem þú leitaðir að þá geturðu valið það með vendihnappi (Enter) og notað ábendingarnar til að fylla í skipunina.
- Ef þú sérð ekki það sem þú leitaðir að þá geturðu haldið áfram að skrifa þar til það birtist.