Google Classroom
GeoGebraClasse GeoGebra

Kvik form vaxa

Hvernig vex flatarmálið? Hvernig vex ummálið?

Á myndinni má sjá þrjú regluleg form vaxa. Geisli (radíus) hringsins og hliðarlengdir (jafnhliða) þríhyrnings og fernings eru jafn stórar og vaxa á sama jafna hraðanum.

Flatarmál

(a) Veistu hvernig hægt er að reikna flatarmál þessara forma (með hliðarlengd/radíus a)? Geturðu útskýrt hvers vegna það virkar að reikna á þann hátt? (b) Ef hliðarlengd (eða radíus) formsins stækkar um eina einingu, hve mikið stækkar flatarmálið?

Ummál

(a) Veistu hvernig hægt er að reikna ummál þessara forma (með hliðarlengd/radíus a)? Geturðu útskýrt hvers vegna það virkar að reikna á þann hátt? (b) Ef hliðarlengd (eða radíus) formsins stækkar um eina einingu, hve mikið stækkar ummálið?