Búa til aðgang
Hvernig býrðu til aðgang
Skráðu þig inn á GeoGebra vefinn til að útbúa námsefni á vefnum, nýttu þér að geta hlaðið upp GeoGebra skjölunum þínum á vefinn, skipulegðu námsefnið í möppur, fylgstu með öðrum námsefnishöfundum á GeoGebra vefnum, gefðu út og deildu námsefni með öðrum.
Til að búa til aðgang velur þú Create Account eftir að hafa smellt á Sign in hnappinn efst til hægri á vefsíðu GeoGebra eða með því að smella hér.
Skráðu þig inn með þínum aðgangi
Til að skrá sig inn á vef GeoGebra getur þú valið mill þess að útbúa sjálfstæðan GeoGebra aðgang eða aðgang sem þú átt nú þegar gegnum Google, Office 365, Microsoft, Facebook eða Twitter með því að velja viðeigandi tákn þegar smellt er á að skrá sig inn.
Ef þú vilt halda GeoGebra aðgangnum aðskildum frá öðru, þá skaltu nota netfangið þitt og velja þér notendanafn. Síðan útbýrðu lykilorð, staðfestir að þú samþykkir Notendaskilmálana (e. Terms of Service) og Persónuverndarstefnuna (e. Privacy Policy) og velur að Útbúa aðgang (e. Create Account). Þú munt í kjölfarið fá tölvupóst frá GeoGebra á það netfang sem þú skráðir. Sá tölvupóstur inniheldur hlekk til að staðfesta netfangið.
Athugaðu: Ef þú vilt geta skráð þig inn með aðstoð annarra aðganga sem þú átt nú þegar (Google, Office 365, Microsoft, Facebook eða Twitter) þá geturðu bætt slíkum möguleika við síðar þegar þú breytir aðgangi þínum. Til að gera þetta skaltu velja Profile á vefsíðunni þegar þú hefur skráð þig inn og velja síðan að breyta aðgangi með því að smella á Edit Profile.

Velkomin/nn/ð í samfélag notenda GeoGebra¨!
Þegar þú ert búin/nn/ð að útbúa aðgang og hefur skráð þig inn á vefsíðu GeoGebra í fyrsta skiptið þá muntu verða beðin/nn/ð um að fylla út í þína heimasíðu (e. Profile).
Þú getur valið um að skrá nafn þitt, hvernig þú notar GeoGebra, fæðingarár, staðsetningu þína í heiminum og það tungumál sem þú notar á vef GeoGebra. Einnig geturðu bætt við hlekk á vefsíðu sem tilheyrir þér eða skóla/stofnun/fyrirtæki sem þú vinnur hjá. Ef þú vilt geturðu skráð áhugamál og hvernig þú hyggst nota vef GeoGebra.
Þú getur valið um að vera í áskrift að fréttabréfi frá GeoGebra og valið hvers konar ábendingar þú vilt fá í tölvupósti, t.d. um nýtt námsefni frá einhverjum öðrum notanda sem þú fylgir á vefnum, fréttir frá hópum sem þú hefur tengst á vef GeoGebra og fleira þess háttar.
Athugaðu: Þú getur breytt stillingum og bætt við eða breytt upplýsingum hvenær sem er. Til að gera þetta þá velurðu Profile efst til hægri á vefsíðunni og smellir þar á Edit Profile.

Byrjum að nota GeoGebra!
Til að staðfesta upplýsingar sem þú setur inn á notendaaðganginn þinn þá velurðu hnappinn Let's get started on GeoGebra og þá geturðu strax byrjað að útbúa námsefni, leita að námsefni, finna GeoGebra notendur til að fylgja, hlaða upp GeoGebra skránum þínum og fleira.