Fylgnifyrirbærið kannað
Dragðu punktana til með músinni og athugið hvaða áhrif það hefur á r. Reynið að raða punktunum þannig að r verði sem stærst.
Hvernig uppröðun á punktunum myndaði hæstu útkomuna á r? Hvert er gildi r (hvað er r stórt núna)?

Raðaðu nú punktunum þannig að r verði sem minnst.
Hvernig uppröðun á punktunum myndaði lægstu útkomuna á r? Hvert er gildi r (hvað er r stórt núna)?

Raðið nú punktunum í hring.
Hvað er gildið á r þegar punktarnir raðast í hring? Reynið að auka radíusinn (gera hringinn stærri). Breytir það gildinu á r? Hvað getum við ályktað um það hvað gildið á r segir okkur?

Raðið nú punktunum í lárrétta línu
Hvað er gildið á r þegar punktarnir raðast í lárétta línu? Hvað getum við ályktað um það hvað gildið á r segir okkur?

Mismunandi gildi á r

Hvað er upplýsingar er talan r að gefa okkur? Af hverju haldið þið að mynstrin í neðstu röðinni gefi öll gildi á r=0?
Hvernig mynduð þið útskýra r eftir þessa kennslustund?