 | Veldu verkfærið Strik með gefinni lengd og smelltu í Teikniglugga til að búa til punkt. Sláðu unn lengd striksins í gluggann sem birtist (t.d. 3) og ýttu á enter eða smelltu á OK. |
 | Veldu verkfærið Punktur á hlut og smelltu á hlut (t.d. línustrik) til að setja punkt á hlutinn. |
 | Veldu verkfærið Marghyrningur og smelltu annað hvort á Teikniglugga eða einhverja punkta sem þegar hafa verið teiknaðir til að búa til hornpunkta marghyrningsins.
Ábending: Smelltu aftur á fyrsta punktinn til að loka marghyrningnum. |
 | Veldu verkfærið Horn og annað hvort búðu til þrjá nýja punkta eða veldu punkta sem nú þegar eru til. Athugaðu að hornið mælist í rangsælis stefnu og því er hentugt að velja punktana rangsælis.
|
 | Veldu verkfærið Sýna / Fela hlut og smelltu á alla hluti sem þú vilt fela. Þeir hverfa ekki samstundis en jafnskjótt og þú skiptir um verkfæri þá hverfa þeir hlutir sem þú valdir. |