Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Kennslustofan

Verkfærakistur teiknigluggans

Teikniglugginn og verkfærakassarnir

Teikni-verkfærakassa er að finna í Teikniglugga GeoGebra: Þar eru fjölbreytt Teikni-verkfæri, sem eru sett í knippi í Verkfærakistur og má velja milli þeirra t.d. með mús eða spjald-penna.

Lærðu á verkfærin í teikniglugga GeoGebra

1.Toolbar ImageVeldu Línu verkfærið og smelltu tvisvar í Teikniglugga til að búa til tvo punkta A og B og línu í gegnum þá.
2.Toolbar ImageVeldu Músarbendil og færðu punktana til að breyta staðsetningu þeirra. 
3. Toolbar ImageFinndu Halla verkfærið í einni Verkfærakistunni og smelltu svo á línuna til að fá fram þríhyrning sem sýnir halla línunnar.
4.Toolbar ImageVeldu verkfærið Hringur skilgreindur út frá miðju og geisla og lestu Leiðbeiningarnar til að átta þig á því hvernig gera má hring með miðpunkt í A og með geislann 4.
Ábending: Hugsanlega viltu endurhlaða til að prófa fleiri Teikniverkfæri.

Prófaðu nú...

Veldu nokkur teikniverkfæranna og prófaðu þau líka

Toolbar ImageVeldu verkfærið Strik með gefinni lengd og smelltu í Teikniglugga til að búa til punkt. Sláðu unn lengd striksins í gluggann sem birtist (t.d. 3) og ýttu á enter eða smelltu á OK.
Toolbar ImageVeldu verkfærið Punktur á hlut og smelltu á hlut (t.d. línustrik) til að setja punkt á hlutinn.
Toolbar ImageVeldu verkfærið Marghyrningur og smelltu annað hvort á Teikniglugga eða einhverja punkta sem þegar hafa verið teiknaðir til að búa til hornpunkta marghyrningsins. Ábending: Smelltu aftur á fyrsta punktinn til að loka marghyrningnum.
Toolbar ImageVeldu verkfærið Horn og annað hvort búðu til þrjá nýja punkta eða veldu punkta sem nú þegar eru til. Athugaðu að hornið mælist í rangsælis stefnu og því er hentugt að velja punktana rangsælis. 
Toolbar ImageVeldu verkfærið Sýna / Fela hlut og smelltu á alla hluti sem þú vilt fela. Þeir hverfa ekki samstundis en jafnskjótt og þú skiptir um verkfæri þá hverfa þeir hlutir sem þú valdir.