Útlína
Fallahugsun fyrir byrjendur
Þetta er námsbók um breytistærðir, föll og fallahugsun fyrir byrjendur, til dæmis byrjendur í framhaldsskóla. Hér má finna bæði lítil gagnvirk verkefni (GeoGebru-vefskjöl), sýnidæmi um hluti sem hægt er að gera með GeoGebru og verkefni til að vinna í GeoGebruforritinu sjálfu, þar sem nemendur eiga að búa til stærðfræðilega hluti.Sjálfstæðir einstaklingar geta lært af því að gera verkefnin, en í raun og veru er vefurinn hugsaður sem efniviður fyrir hópa með kennara. Samræður og samvinna gegna þar lykilhlutverki.
Kennarar gætu notfært sér stök verkefni en þeir ættu að hafa í huga að það er þónokkur þröskuldur fyrir flesta nemendur að byrja að nota GeoGebru, eins og öll önnur forrit, og það má búast við að það taki nemendur tíma að venjast því.
Markmið efnisins er að nemendur geti sjálfir búið til kvik líkön af ýmsum fallavenslum og hreyfingum. Þeir ættu til dæmis að geta notfært sér hliðrun, stríkkun, og hornaföll til þess að búa til kvikar myndir á borð við eftirfarandi, þar sem sjá má dæmi um notkun þessara hugtaka í verki.