Google Classroom
GeoGebraTarefa

Notendaviðmót í GeoGebru

Hér að neðan má sjá  Teikniglugga og  Algebruglugga GeoGebru, sem saman mynda eina af þeim sýnum/hömum sem nota má í GeoGebru,  Grafískan vasareikni eða Teikning. Skoðaðu notendaviðmótið og kynntu þér helstu þætti þess.
Verkfærakistur 
Útlitsstika
AðalvalmyndToolbar Image
Til baka / Áfram hnapparToolbar ImageToolbar Image
Ábending: Nota má  Math Apps í aðalvalmyndinni til þess að velja aðra sýn/ham (t.d. Rúmfræði,  Töflureikni CAS táknsýn,  3D teikniglugga,  Líkindareikning).

Grafískur vasareiknir (algebra og teiknigluggi)

Hvernig virkar GeoGebra?

Teikning og algebra virka hlið við hlið. Með teikniverkfærum úr verkfærakistum í Teikniglugganum má teikna ýmsar rúmmyndir. Samstundis birtast tilsvarandi hnit, jöfnur og heiti hlutanna í Algebruglugga.  Einnig má rita punkthnit, jöfnur, skipanir og fallstæður í Inntaksreit með því að nota lyklaborðið. Ávallt haldast í hendur teikning í Teikniglugga og stæða, jafna eða skipun í  Algebruglugga. 

Sveigjanlegt notendaviðmót

Þú getur aðlagað notendaviðmótið að þínum þörfum. Dæmi Ef þú vilt nota GeoGebru í 5. bekk þá getur verið að þú viljir byrja með autt blað í Teikniglugga og nota teikniverkfærin sem þar er að finna. Síðar meir viltu hugsanlega kynna fyrir nemendum þínum hnitakerfið og grind (sem nálgast má í Útlitsstikunni) til að gera mögulegt að vinna með heiltöluhnit. Þegar komið er í 10. bekk gætir þú viljað virkja algebrugluggann til að kynna nemendur fyrir táknreikningi.

Mismunandi sýn / hamur

GeoGebra býður upp á eftirfarandi
Rúmfræði3D rúmfræði
TeikningTáksýn (CAS táknreikningur)
TöflureiknirLíkindareikningur
Nota má Sýn til að skipta á milli eða velja gegnum aðalvalmyndina.menu.

Aðrir hlutar notendaviðmóts

Þú getur valið að sýna eða fela eftirfarandi Hægt er að framkvæma ýmsar aðgerðir. Mismunandi gildi aðgangsstýringar sem og lyklaborðsskipanir til að stytta sér leið gera þér kleift að nálgast ýmislegt það sem GeoGebra hefur upp á að bjóða á auðveldan hátt..