Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Verkfærin í GeoGebru

Hvað eru verkfæri?

Hver sýn í GeoGebru hefur sína verkfærastiku með verkfærum sem eru sérsniðin fyrir viðkomandi sýn. Verkfæri er virkjað með því að smella á myndina af því. Verkefni: Teiknaðu hring með verkfærinu  Toolbar Image Hringur skilgreindur út frá miðju og punkti.
  1. Veldu verkfærið  Hringur skilgreindur út frá miðju og punkti.
  2. Smelltu á tvo staði í  Teikniglugga til að teikna hring. Ath: Fyrsti punkturinn skilgreinir miðju hringsins og senni punkturinn skilgreinir stærð hans.
  3. Veldu verkfærið Færa til að draga til punktana. Þannig getur þú fært hringinn og stækkað/minnkað hann.

Reynið sjálf...

Hvað eru verkfærakistur?

Verkfærum í GeoGebru er safnað í verkfærakistur, sem innihalda verkfæri af svipuðum toga eða verkfæri sem mynda hluti af sömu gerð. Þú getur opnað verkfærakistu með því að smella á verkfæri í verkfærastikunni og velja viðeigandi verkfæri úr listanum sem birtist. Verkefni: Finndu verkfærið Toolbar Image Línustrik milli tveggja punkta í verkfæraskistunum og teiknaðu línustrik.
  1. Leitaðu í verkfærakistunum eftir verkfærinu  Línustrik milli tveggja punkta.
  2. Smelltu á tvo staði í teikniglugganum til að teikna tvo punkta og línustrik milli þeirra.
  3. Veldu verkfærið Færa til að draga til punktana.

Hvað er verkfærahjálp?

Þegar þú velur verkfæri birtist verkfærahjálp sem gefur lýsingu á því hvernig þú notar viðkomandi verkfæri. Ábending: Ef þú vilt frekari upplýsingar um verkfæri getur þú smellt á spurningamerkið á verkfærastinunni lengst til hægri. Ekki er til hjálp fyrir öll verkfæri á íslensku en þá má breyta tungumálinu yfir í ensku og athuga með hjálp þar. Verkefni: Athugaðu hvernig verkfærið Toolbar Image Marghyrningur virkar og myndaðu einhvern þríhyrning að handahófi.
  1. Veldu S Marghyrningur.
  2. Lestu verkfæraábendinguna.
  3. Finndu hvernig þú getur notað verkfærið til að búa til þríhyrning.