Hvernig sýna má nafn, gildi eða fyrirsögn
Nafn og gildi
Sérhver hlutur í GeoGebra fær sitt nafn sem nota má til að merkja hlutinn í Teikniglugga. Auk þess má merkja hlut með gildi hans eða nafni og gildi.
Þessu má breyta í Útlitsstikunni.
- Veldu Merkinga hnappinn.
- Veldu einn valmöguleikann Nafn, Gildi, eða Nafn og gildi.
Leiðbeiningar
1. | Veldu músarbendils-verkfærið Færa og veldu línuna. | |
2. | | Opnaðu Útlitsstikuna. |
3. | | Breyttu Merkingunni yfir í Gildi til að sýna jöfnu línunnar. |
4. | | Notaðu músarbendils-verkfærið Færa til að velja punktinn B. |
5. | | Breyttu Merkingunni yfir í Nafn og gildi til að sýna heiti og hnit punktsins. |
6. | | Veldu Útlitsstikuna til að loka henni. |
Prófaðu nú...
Skýringartexti
GeoGebra býður upp á skýringartexta fyrir alla hluti t.d. til þess að gera notendum mögulegt að merkja marga hluti með sama nafni.
Dæmi: Ef þú vilt merkja allar fjóra hliðar fernings með bókstafnum a.
- Veldu þann hlut sem þú vilt skrifa Skýringartexta við.
- Opnaðu Útlitsstikuna.
- Veldu tannhjólið til að opna Eiginleika og veldu flipann Grunneiginleikar.
- Sláðu inn skýringartextann í reitinn Skýringartexti og ýttu á vendihnapp (Enter).
- Ef það gerist ekki ósjálfrátt: Virkjaðu Sýna merki og veldu Skýringartexti í fellivalmyndinni.
Prófaðu nú...
Leiðbeiningar
1. | | Notaðu músarbendils-verkfærið Færa til að velja eina hlið ferningsins. |
2. | | Opnaðu Útlitsstikuna með því að smella á tilsvarandi hnapp. |
3. | | Veldu tannhjólið til að opna Eiginleika hlutar. |
4. | | Veldu flipann Grunneiginleikar og sláðu skýringartextann a í reitinn Skýringartexti. Smelltu svo á vendihnapp (Enter). |
5. | Ef það velst ekki ósjálfrátt þá geturðu neðst í flipanum Grunneiginleikar hakað við Sýna merki. Veldu Skýringartexti úr fellivalmyndinni. | |
6. | | Endurtaktu skrefin hér að ofan til að merkja allar hliðar ferningsins. |
Ábending
Í ensku útgáfunni GeoGebra Manual má finna meira um merkingar og skýringartexta í kaflanum Labels and Captions.