Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Greining gagna í töflureikni

Verkfærastika töflureiknisins

Verkfærin í Töflureikni eru í verkfærastiku Geogebru Töflureiknisins: Þar má finna ýmis verkfæri í verkfærakistum.

Nokkur valin verkfæri til greiningar gagna

Toolbar Image Tölfræðigreining á einni breytistærð Veljið alla reiti í dálki A sem innihalda gögn og notið síðan verkfærið  Tölfræðigreining á einni breytistærð. Í gluggann sem birtist má setja eftirfarandi upplýsingar:
  • Myndrit: Birta má eitt eða tvö mismunandi myndrit (t.d. stuðlarit, kassarit), sem velja má úr lista.
  • Tölfræði: Lýsistærðir birtast í töflu.
  • Gögn: Gögnin sem greind eru hverju sinni birtast í töflu.
Athugið
  • Ósjálfrátt er eitt myndritanna sýnt. Til að skoða hin myndritin má velja þau úr fellistiku.
  • Stillingar: Mögulegt er að breyta stillingum myndritsins sem valið er.
  •  Flytja út: Afrita má myndrit yfir í Teikniglugga til að flytja það út sem mynd.

Reynið sjálf...

Nokkur valin verkfæri til greiningar gagna

Toolbar ImageAðhvarfsgreining tveggja breytistærða Veljið tvo dálka með gögnum í töflureikninum. Notið verkfærið Aðhvarfsgreining tveggja breytistærða. Í glugganum sem þá birtist má finna eftirfarandi upplýsingar:
  • Myndrit: Mögulegt er að birta eitt eða tvö mismunandi myndrit (punktarit, leifarit) og neðst má velja úr fellistiku hvers konar fall eigi að fella að gagnasafninu (línulegt, margliðu, veldisfall, ...) Jafna þess falls sem valið er birtist neðst í glugganum.
  • Tölfræði: Tölfræðigreining gagnanna birtist í töflu.
  • Gögn: Gögnin sem greind eru hverju sinni birtast í töflu.
  • Til að ákveða hvor dálkanna gefi x-hnit og hver y-hnit má smella á x <-> y hnappinn.
Athugið
  • Einungis einn hluti þess sem ofan er talið er birt í byrjun en nota má hnappana til að sjá fleiri hluta.
  • Stillingar: Breyta má stillingum valins myndrits.
  •  Flytja út: Flytja má myndritið í Teikniglugga eða flytja út sem mynd.
Athugið: Nota má  til að endurhlaða gluggann og prófa fleiri tæki úr tækjastiku Töflureiknisins til greiningar gagna.