Google Classroom
GeoGebraGeoGebra Classroom

Gögn sett í reiti og nöfn reita

Gögn sett inn og hlutir myndaðir

Í Töflureikni GeoGebru eru reitir sem nefndir eru eftir stöðu þeirra í dálkum og röðum. Nota má nöfnin til að vinna með innihald reitanna. Dæmi: Reitur í dálki A og röð 1 kallast A1. ATH! Best er að opna GeoGebru forritið og vinna verkefnin þar því forritaglugginn hér að neðan getur verið þyngri í vöfum. Nota má reitina í Töflureikni til að búa til hluti sem verða strax sýnilegir í Teikniglugga, s.s. punktar. Verkefni 1
1.

A1

Settu töluna 10 í reit A1. Ábending: Ýtið alltaf á  Enter eftir hvern innslátt
2.

B1

Setjið hnitin (-2, 2) í reit B1. Munið að hafa sviga utan um hnitin. Ábending: Punkturinn B1 = (-2, 2) birtist sjálfkrafa í Teikniglugga.
3. Toolbar Image Veljið verkfærið Færa og dragið punktinn B1 til og frá í Teikniglugga. Ábending: Töflureiknirinn sýnir alltaf núverandi stöðu punktsins B1 í reit B1.
4. Toolbar Image Eyðið innihaldi B1.

Reynið sjálf

Vísað í reiti

Nota má innihald reita og vísa í aðra reiti með því að slá inn nafn reits í nýjum innslætti. Ath: Ef innihald reits breytist þá breytast allir reitir sem eru háðir honum líka. Verkefni 2
1.A1Breytið tölunni í A1 í 1.5.
2.

B1

Skrifið stæðuna = 2 * í reit B1 og smellið síðan á reit A1 til að nota þann reit í stæðuna. Ábending: GeoGebra reiknar 2 * 1.5 og skilar útkomunni í reit B1.
3.

A1

Breytið innihaldi reitsnins A1 í 3. Ábending: Útkoman í reit B1 uppfærist sjálfkrafa.
Verkefni 3
1.C1Setjið inn hnitið (A1, B1)í reit C1 og ýtið á Enter. Ábending: Reitur C1  sýnir nú hnitið (3, 6). Punkturinn C1 birtist líka sjálfkrafa í Teikniglugga.
2.A1Breytið tölunni í reit A1 í 2. Ábending: Hnitið í reit C1 og viðkomandi punktur uppfærast sjálfkrafa.