Hvernig vista má GeoGebru skjöl
Ábending: Meðan þú vinnur í þessari GeoGebru bók þá vistast ósjálfrátt þær teikningar sem þú smíðar í litlu gluggunum svo lengi sem vafrinn er opinn. Ef þú vilt vista þær á þínu svæði til að skoða þær síðar meir þá gætirðu viljað nýta þér leiðbeiningarnar hér að neðan.
GeoGebru skjöl vistuð á þínu svæði
Til að vista skjal á þínu GeoGebra svæði þarftu að...
- smella á hnappinn Aðalvalmynd efst í hægra horninu
- velja Vista í valmyndinni fyrir Skjöl.
- Skrá nafn skjalsins og smella á vista.
Prófaðu nú....
Búðu til kvik vinnublöð
GeoGebra gerir þér kleift að útbúa kvik vinnublöð úr þínum skjölum með því að annað hvort...
- flytja út kvikt vinnublað beint úr GeoGebra ( Skjöl velja Deila), eða
- útbúa kvika vinnublaðið beint í vinnublaðasmiðnum á GeoGebra Materials Platform.
Hvernig má flytja út GeoGebru-skjöl
Til að flytja út skjal í GeoGebra þarftu að...
- opna Valmynd og
- velja Flytja út undir Skjöl.
- Vista ggb GeoGebruskjal á tölvu (staðbundið).
- Flytja út mynd á png formi af teikniglugganum og vista á tölvu (staðbundið).
- Útbúa kvika GIF mynd í Teikniglugga og vista á tölvu (staðbundið).
Veldu nafn á skjalið
Mælt er með að hafa eftirfarandi í huga þegar skjölum er gefið nafn:
- Forðist auð bil og sértákn til að minnka líkur á að nemendur eða aðrir lendi í vandræðum með skjölin á sinni tölvu.
- Í stað biltákna má nota _ eða - og láta há- og lágstafi skiptast á (t.d. JafnarmaThrihyrn_kafli2.ggb).